Stefán Teitur Þórðarson skoraði 2 mörk í 6-1 sigri Silkeborg gegn gegn Fredericia í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær.Skagamaðurinn var valinn maður leiksins en hann leikur stórt hlutverk hjá danska úrvalsdeildarliðinu. Stefán skoraði fyrsta og þriðja mark leiksins – en hann fór útaf í hálfleik eftir gott dagsverk. T. Adamsen liðsfélagi Stefáns setti þrennu...
Listamaðurinn Bjarni Þór Bjarnason hefur í mörg verið með vinnustofu sína og gallerý í miðbænum á Akranesi. Bjarni Þór er einn af fjölmörgum íbúum á Akranesi sem hefur sýnt stuðning í verki vegna uppbygginar í kringum Akratorgið.Í dag mun mynd eftir Bjarna Þór vera til sýnis og í framhaldinu seld hæstbjóðanda. Áhugasamir geta gert tilboð...
Aðsend grein frá Önnu Einarsdóttur: Ég hef fylgst með skrifum Miðbæjarsamtakanna á Akranesi um þá hugmynd að Landsbankahúsið geti orðið ráðhús okkar skagamanna og geti þannig verið með til að lífga upp á miðbæinn. Mér heyrist flestir íbúar Akranes vera sammála um að lífga þurfi upp á miðbæinn og margir á þeirri skoðun að Landsbankahúsið eigi...
Hið forna helgikvæði, Stabat Mater, eftir Giovanni Battista Pergolesi verður flutt í Akraneskirkju við helgistund á föstudaginn langa, þann 29. mars. Í tilkynningu frá Kalman listfélagi kemur fram að verkin hafi bæði hlotið heimsfrægð fyrir fegurð sína og tjáningu eru bæði talin til bestu verka tónbókmenntanna á sínu sviði.Helgistundin hefst kl. 20 á föstudaginn og er...
Bárumótið í sundi fór að venju fram í Bjarnalaug en þar fá yngstu iðkendur Sundfélags Akraness tækifæri til þess að bæta keppnisreynslu sína.Á þessu innanfélagsmóti eru keppendur á aldrinum 8-12 ára en mótið er haldið til minningar um Báru Daníelsdóttur. Í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness kemur fram að mótið hafi tekist vel og efnilegt sundfólk úr...
Karlalið ÍA landaði sigri gegn liði Selfoss í lokaumferð 1. deildar Íslandsmótsins í körfuknattleik – en liðin áttust við í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka í kvöld. ÍA sigraði 84-87. Framundan er úrslitakeppni þar sem að liðin í sætum 2-9 leika um eitt laust sæti í efstu deild á næsta tímabili. ÍA endaði í 8. sæti í deildarkeppninni, með...
Bílaumboðið Askja mun á næstunni opna sölu- og þjónustuumboð á Innnesvegi 1 Akranesi. Þar verður sala nýrra og notaðra bíla ásamt einfaldri verkstæðis- og hjólbarðaþjónustu.Skagamaðurinn Viktor Elvar Viktorsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Öskju á VesturlandiHúsið er vel þekkt þar sem Bílver rak sölu og þjónustuumboð fyrir Honda til margra ára með glæsibrag. Þetta kemur fram...
Þrír fyrrum leikmenn ÍA, og fyrrum þjálfari ÍA, komu við sögu í glæstum 4-1 sigri A-landsliðs Íslands í knattspyrnu gegn Ísrael í gærkvöld.Leikurinn fór fram í Búdapest í Ungverjalandi – og með sigrinum er Ísland einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 2024. Ísland mætir Úkraínu á þriðjudaginn í næstu viku í...
Karlalið ÍA í knattspyrnu leikur til úrslita í Lengjubikarkeppni KSÍ – og mæta Skagamenn liði Breiðabliks miðvikudaginn 27. mars.ÍA og Valur áttust við í undanúrslitum keppninnar, og fór leikurinn fram á heimavelli Valsmanna, miðvikudaginn 20. mars, Albert Hafsteinsson kom ÍA yfir á 12. mínútu en fyrrum leikmaður ÍA, Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin fyrir heimamenn á...
Aðsend grein frá Miðbæjarsamtökunum Akratorg: Við í Miðbæjarsamtökunum Akratorg þökkum fyrir jákvæðar viðtökur við undirskriftasöfnunni okkar á island.is þar sem við segjum: Við undirrituð eigum okkur draum um aukið mannlíf í miðbænum okkar og trúum því að ef gamla Landsbankahúsið við Akratorg yrði ráðhús myndi það gerbreyta myndinni og verða táknrænt fyrsta skref í áttina uppávið...