• Akranesviti hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok að undanförnu- þar sem að myndband með tónlistarkonunni Bríet hefur farið á flug. Upptakan er rúmlega þriggja ára gömul – en hún syngur þar lagið Bang Bang eða My Baby Shot Me Down. Rubin Pollock, leikur á gítarinn í þessari upptöku, en hann er gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo. Söngkonan Cher söng...

  • Breytingar verða gerðar á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar við Jaðarsbakka – taka breytingarnar gildi frá og með 1. mars 2024.Frumkvæðið að þessum breytingum má rekja til ályktunar á barnaþingi Akraneskaupstaðar árið 2022. Á þinginu kom það fram að börn – og unglingar lögðu mikla áherslu á að lengja opnunartíma sundlaugarinnar við Jaðarsbakka á kvöldin, bæði á virkum dögum...

  • Keppendur frá Sundfélagi Akraness létu mikið að sér kveða á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem fram fór um s.l. helgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið var einnig Íslandsmót í unglingaflokki. Samtals fékk sundfólkið úr ÍA 11 gullverðlaun, 12 silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun. Þrjú Íslandsmet í unglingaflokki eru nú í eigu sundfólks úr ÍA, tveir keppendur...

  • Það var skemmtileg stemning á Árgangamóti ÍA í knattspyrnu sem fram fór laugardaginn 11. nóvember 2023 í Akraneshöll.Mótið hefur fest sig í sessi sem vinsæll viðburður og fjölmörg lið tóku þátt í mótinu. Veglegt lokahóf fór fram um kvöldið á veitingastaðnum 19. holunni í frístundamiðstöðinni Garðavöllum við golfvöllinn þar sem að 200 manns komu saman til...

  • Þann 10. nóvember árið 2016 fóru Skagafréttir í loftið og fréttavefurinn á því 7 ára afmæli í dag. Jákvæðar fréttir verða áfram rauði þráðurinn í fréttaumfjöllun Skagafrétta.Lesendur hafa kunnað meta slíkar áherslur. Og með hverju árinu sem líður hefur lesendahópurinn stækkað jafnt og þétt.Skagafréttir eru í dag mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra.Ný aðsóknarmet eru sett...

  • Fjórir fyrrum leikmenn ÍA eru í A-landsliðshópi Íslands í knattspyrnu karla fyrir síðustu tvo leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Leikið verður gegn Slóvakíu ytra þann 15. nóvember og gegn Portúgal í þann 19. nóvember. Åge Hareide landsliðsþjálfari valdi Stefán Teit Þórðarson, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Norðmaðurinn gerði tvær breytingar á hópnum, Jóhann Berg...

  • Vala María Sturludóttir er þessa dagana á úrtaksæfingum hjá U16 ára landsliði kvenna hjá Knattspyrnusambandi Íslands.Æfingarnar hófust í gær og verður æft 6., 7. og 8. nóvember í Miðgarði – knattspyrnuhúsi Stjörnunnar í Garðabæ. Skagamaðurinn Þórður Þórðarson er landsliðsþjálfari U16 kvenna. Alls eru 27 leikmenn í hópnum og koma þeir frá 16 liðum. Þróttur R. (5), Þór/KA...

  • Íslandsmótið í tvímenningi í Keilu fór fram í Egilshöll dagana 4.-5. nóvember s.l. Alls tóku 17 pör þátt og 4 þeirra voru frá Keilufélagi Akraness. Í tvímenningi eru keppnisbrautirnar með mismunandi olíuburði og reynir það á kænsku og leikskilning keppenda. Eftir forkeppni komust 10 pör áfram í milliriðil og þar af 3 pör frá ÍA. Í undanúrslitum...

  • Karlalið ÍA í körfuknattleik fékk mikinn stuðning frá fjölmörgum áhorfendum sem mættu á leik liðsins gegn Fjölni í næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin á lokasekúndunum – en gestirnir úr Grafarvogi lönduðu tveggja stiga sigri, lokatölur 82-80. Liðin áttust nýverið við í VÍS bikarkeppninni þar sem að Fjölnir sigraði með miklum mun –...

  • Kaja Organic á Akranesi er á meðal tólf íslenskra frumkvöðla í matvælaframleiðslu sem fengu styrk frá Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Frá þessu er greint á heimasíðu Haga.  Karen Jónsdóttir frá Kaja organic og Ebba Guðný frá Pure Ebba fengu styrk fyrir framleiðslu á glútenlausum pizzubotnum þar sem brauðblanda frá Kaju er grunnurinn og uppskriftin kemur frá...

Loading...