Fjölmennur hópur eldri félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness fór í vel heppnaða dagsferð s.l. miðvikudag í boði VLFA. Frá þessu er greint á vef félagsins. Löng hefð er fyrir slíkum ferðum. Leiðsögumaður ferðarinnar var Gísli Einarsson. Ferðalagið hófst á Akranesi snemma morguns og fyrsti viðkomustaðurinn var Hvanneyri. Þar tók Bjarni Guðmundsson prófessor og fyrrum kennari við Landbúnaðarháskóla...
Bæjarráð Akraness og Ísold hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Ísold fái úthlutað lóðum á sementsreit og samhliða hafa hugmyndir um íbúðabyggð á Jaðarsbökkum verði lagðar til hliðar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar.Ísold hefur í hyggju að byggja hótel, heilsulind og baðlón á Jaðarsbökkum og í frumhugmyndum verkefnisins...
Birkir Þór Baldursson er nýr íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Hann tekur við starfinu af Valdísi Þóru Jónsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Birkir Þór er fæddur árið 1997 og stundar nám í golfkennaraskóla PGA á Íslandi. Hann mun hefja störf hjá Leyni á allra næstu vikum – en hann tekur strax við þjálfun nemenda sem eru...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Kvennalið ÍA landaði góðum 6-1 sigri í gær í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu gegn ÍH á útivelli. Leikurinn fór fram í Skessunni í Hafnarfirði. Samira Suleman kom ÍA yfir á 25. mínútu og hin þaulreynda Unnur Ýr Haraldsdóttir bætti við öðru marki fyrir ÍA á 31. Hildur Katrín Snorradóttir...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Skólaárið 2023-2024 verður farið í tilraunaverkefni á leikskólum Akraneskaupstaðar þar sem að teknir verða upp skráningardagar – þar sem að foreldrar óska eftir því að nýta þá þjónustu leikskólans á skilgreindum dögum. Alls er um að ræða 11 daga og er verkefnið tengt þeim áskorunum sem leikskólar bæjarsins standa...
Kylfingar frá Golfklúbbnum Leyni stóðu sig vel á Íslandsmóti unglinga sem fram fór í Vestmannaeyjum dagana 18.-20. ágúst. Elsa Maren Steinarsdóttir varð jöfn í þriðja sæti í 17-21 árs flokki stúlkna og Guðlaugur Þór Þórðarson varð annar í flokki 15-16 ára pilta.Keppt var í tveimur aldursflokkum í Eyjum og voru alls sex leikmenn úr röðum...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Hákon Arnar Haraldsson gekk í gær í raðir franska liðsins Lille frá danska liðinu FCK. Franska úrvalsdeildarliðið greiðir FCK um 17 milljónir Evra fyrir hinn tvítuga Skagamann – eða sem nemur um 2,6 milljörðum íslenskra króna. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Hákons, skrifaði á Twitter í gær að Hákon Arnar...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Starfsstöð Skagans 3X á Ísafirði verður lögð niður og sameinuð starfsstöðinni á Akranesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Öllum 27 starfsmönnum fyrirtækisins á Ísafirði hefur verið sagt upp störfum. Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Skaginn 3X, segir í tilkynningu að reksturinn hafi verið þungbær síðustu misseri og fyrirtækið hafi...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Sænski varnarmaðurinn Johannes Vall hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnufélag Akraness. Samningurinn er út leiktíðina 2025. Vall hefur verið lykilmaður í vörn ÍA en hann kom til liðsins frá Val. Vall er fæddur árið 1992 og lék í heimalandi sínu með Falkenbergs FF á árunum 2009-2017. Hann var...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Skagamaðurinn Arnór Valur Ágústsson er þessa dagana að leika með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á æfingamóti í Ungverjalandi. Mótið ber nafnið Telki Cup og er æfingamót sem stendur yfir frá 14.-20. ágúst. Lúðvík Gunnarsson, fyrrum yfirþjálfari hjá KFÍA, er þjálfari liðsins.Íslenska liðið tapaði 2-1 gegn Króatíu í fyrsta leiknum. Ungverjaland...