Eins og áður hefur komið fram á vef Skagafrétta komst karlalið ÍA í 16-liða úrslit Mjólkurbikarkeppni KSÍ í gær með 5-3 sigri gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Leikurinn fór fram á heimavelli Sindra sem leikur í fjórðu efstu deild eða 3. deild Íslandsmótsins en...
Hvalfjarðarsveit og Íþróttabandalag Akraness skrifuðu í gær undir samning sem tryggir að íbúar í Hvalfjarðarsveit eigi kost á að stunda hvers kyns starf sem fram fer innan Íþróttabandalagsins og aðildarfélaga þess, hvort sem um er að ræða íþrótta-, forvarna-, félagsstarf eða annað. Þetta kemur fram...
Valgerður Jónsdóttir, bæjarlistakona Akraness, og félagar hennar verða með tónlistarviðburð í anddyri Tónlistarskólans á Akranesi á uppstigningardag – fimmtudaginn 26. maí. Í tilkynningu um viðburðinn segir Valgerður að nú fari ári hennar sem bæjarlistakona að ljúka og af því tilefni hafi hún ákveðið að bjóða...
ÍA tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu með 5-3 sigri gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í mótsleik utanhúss Heimamenn, sem leika í 3. deild á Íslandsmótinu eða fjórðu efstu deild,...
Á næstu dögum fara fram 32-liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikirnir fara fram þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í þessari viku, en liðin í Bestu deild karla koma inn í keppnina í þessari umferð. Karlalið ÍA mæta liði Sindra á útivelli á Höfn í...
Menningar – og safnanefnd Akraness ákvað á fundi sínum nýverið að úthluta rúmlega 3.6 milljónum kr. í styrki til alls 17 íþrótta- og menningartengdra verkefna á árinu 2022. Bæjarráð hefur samþykkt tillögu ráðsins, þar sem að heimildakvikmyndahátíðin Docfest fær hæstu upphæðina og Skaginn syngur inn...
Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson létu mikið að sér kveða á lokasprettinum í dönsku úrvalsdeildinni knattspyrnu með liði FC Köbenhavn. Liðið varð danskur meistari um liðna helgi þegar liðið tryggði sér titilinn með 3-0 sigri gegn AaB á þjóðarleikvangi Dana, Parken. Hákon...
Alls voru 63 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands við hátíðlega athöfn sem fram fór s.l. föstudag í salarkynnum FVA á Akranesi. Nemendurnir voru brautskráðir af 8 mismunandi námsbrautum: 8 af félagsfræðabraut, 13 af náttúrufræðabraut, 14 af opinni stúdentsbraut, tveir úr rafvirkjun, þrír af starfsbraut, fjórir...
Geisladiskurinn Skagamenn skora mörkin – var gefin út árið 2007. Ólafur Páll Gunnarsson og móðurbróðir hans, Haraldur Sturlaugsson, áttu frumkvæðið að útgáfunni. Verkefnið var til minningar um Sturlaug Haraldsson afa Ólafs Páls og föður Haralds, og gert með það markmiði að styrkja ÍA. Árið 2007...
Bæjarráð Akraness samþykkti nýverið að ganga frá samningi við fyrirtækið Landamerki ehf. um rekstur rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík. Samningurinn er til tveggja ára og tekur gildi þann 1. júní á þessu ári og rennur út í lok apríl árið 2024. Landamerki ehf. sér um rekstur...