Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Kór Akraneskirkju er um þessar mundir að hefja vetrarstarfið eftir sumarfrí.Síðastiliðinn sunnudag söng kórinn í útvarpsmessu frá Akraneskirkju og flutti meðal annars sálma úr nýútgefinni sálmabók Þjóðkirkjunnar. Einsöngvarar með kórnum voru Björg Þórhalsdóttir, Halldór Hallgrímsson og Katrín Valdís...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Elsa Maren Steinarsdóttir, Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, er stigameistari 2023 í flokki stúlkna 17-21 árs.Elsa Maren sigraði á einu móti af alls fimm, hún varð tvívegis í öðru sæti, einu sinni í því þriðja og einu sinni í...
Þórður Þórðarson, fyrrum leikmaður og þjálfari Knattspyrnufélags Akraness, snýr aftur til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eftir tveggja ára hlé. Þórður mun þjálfa þrjú landslið kvenna, U-16 ára, U-17 ára og U-23 ára. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sem er einnig frá Akranesi, verður aðstoðarþjálfari Þórðar hjá U-23 ára landsliðinu. Þetta...
Karlalið ÍA tyllti sér á topp 1. deildar Íslandsmótsins í dag með 3-2 sigri gegn Þór Akureyri. Leikurinn fór fram á Þórsvellinum á Akureyri og er ÍA með þriggja stiga forskot á Aftureldingu sem er í öðru sæti deildarinnar. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur þar sem að efsta...
Kvennalið ÍA sigraði Knattspyrnufélag Hlíðarenda, 5-1, í dag þegar liðin mættust í Akraneshöllinni á Íslandsmótinu í þriðju efstu deild, 2. deild. Unnur Ýr Haraldsdóttir leikmaður ÍA fékk rautt spjald á 21. mínútu en þrátt fyrir mótlætið tóku leikmenn ÍA við sér og skoruðu tvívegis áður en...
Lið Kára frá Akranesi lagði topplið Reynis frá Sandgerði þegar liðin mættust í gær í 3. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og með sigrinum komst Kári í fimmta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu...
Fjölmennur hópur eldri félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness fór í vel heppnaða dagsferð s.l. miðvikudag í boði VLFA. Frá þessu er greint á vef félagsins. Löng hefð er fyrir slíkum ferðum. Leiðsögumaður ferðarinnar var Gísli Einarsson. Ferðalagið hófst á Akranesi snemma morguns og fyrsti viðkomustaðurinn var Hvanneyri....
Bæjarráð Akraness og Ísold hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Ísold fái úthlutað lóðum á sementsreit og samhliða hafa hugmyndir um íbúðabyggð á Jaðarsbökkum verði lagðar til hliðar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar.Ísold hefur í hyggju að byggja...
Birkir Þór Baldursson er nýr íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Hann tekur við starfinu af Valdísi Þóru Jónsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Birkir Þór er fæddur árið 1997 og stundar nám í golfkennaraskóla PGA á Íslandi. Hann mun hefja störf hjá Leyni á allra næstu vikum...
Viltu fleiri fréttir frá Akranesi? -smelltu hér! Kvennalið ÍA landaði góðum 6-1 sigri í gær í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu gegn ÍH á útivelli. Leikurinn fór fram í Skessunni í Hafnarfirði. Samira Suleman kom ÍA yfir á 25. mínútu og hin þaulreynda Unnur Ýr Haraldsdóttir...