Íslandsbanki var með hagstæðasta tilboðið í langtímafjármögnun Akraneskaupstaðar en þrír bankar gerðu tilboð í verkefnið. Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að fela Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra Akraness, að vinna málið áfram Í fundargerði bæjarráðs kemur fram að Arion banki og Landsbanki hafi lagt fram tilboð og þakkar ráðið öllum hlutaðeigandi fyrir framlögð tilboð.
Anders Gabriel Adersteg var hetja Skagamanna í kvöld þegar hann tryggði ÍA 88-85 sigur á útivelli gegn Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik. Adersteg skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út. Þetta var þriðji sigur ÍA í fyrstu sex umferðum Íslandsmótsins í næst efstu deild. Næsti leikur ÍA er gegn Hrunamönnum þann 4. nóvember á...
Guðbjörg Árnadóttir, Hallbera Jóhannesdóttir og Halldóra Jónsdóttir fengu í gær afhent menningarverðlaun Akraness fyrir árið 2022. Þær hafa á undanförnum árum staðið að verkefninu „Kellingar“ og fært bæjarbúum fróðleik og skemmtun í göngum um Akranes. Guðbjörg, Hallbera og Halldóra fengu verðlaunin afhent í gær þegar menningar – og listahátíðin Vökudagar var sett með formlegum hætti....
Akranes var mikið í fréttum í dag vegna stórbruna á umráðasvæði Nova Terra þar sem að eldur kviknaði í mörgum tugum bílhræa. Eldurinn kviknaði þegar unnið var við að rífa niður bílhræ og var allt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað út í þetta risastóra verkefni. Aðstoð barst einnig frá slökkviliði Borgarbyggðar. Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri...
Vökudagar verða settir með formlegum hætti fimmtudaginn 27. október í Tónlistarskólanum á Akranesi þar sem að menningarverðlaun og umhverfisviðurkenningar verða afhentar. Þetta er í 20. sinn sem Vökudagar fara fram á Akranesi og er dagskrá menningarhátíðarinnar fjölbreytt og glæsileg. Nánar á skagalif.is Fimmtudagur 27. okt. 16:00 – 21:00Opnun samsýningar 32ja listamanna á Akranesi. „Falið afl“...
Fjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í æfingahóp U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu sem mun æfa saman í byrjun nóvember. Leikmennirnir eru Árni Marinó Einarsson (markvörður), Eyþór Aron Wöhler, Jón Gísli Eyland Gíslason og Oliver Stefánsson. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir vináttuleik gegn Skotlandi sem fram fer þann 17. nóvember á útivelli. Í hópnum eru...
Tveggja manna stórsveitin „Hundur í óskilum“ mun blása nýju lífi í gamlar hækjur og eldhúsáhöld, grauta í þjóðararfinum og særa fram nýjan hljóm úr gatslitnum ellismellum og eyrnaormum í bland við glænýtt stöff á tónleikum Kalman – listafélags sem fram fara í Vinaminni fimmtudaginn 27. október. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en þetta kemur fram í...
Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á athafnasvæði Norðuráls á Grundartanga á næstu misserum. Fyrirtækið undirbýr nýja framleiðslulínu þar sem framleiddir verða álstangir eða sílvalningar og eru framkvæmdir við breytingarnar þegar hafnar. Fyrirtækið stefnir að því að spara orku sem nemur 40% með því að fullvinna verðmætara ál. Kostnaðurinn við framkvæmdina nemur 16 milljörðum kr. Mikill fjöldi...
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mun staðsetja skrifstofu sína í Breið nýsköpunarsetri við Bárugötu fimmtudaginn 27. október. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Áslaug Arna hefur nú þegar ferðast víðs vegar um landið á kjörtímabilinu og á hverri starfsstöð hefur ráðherra verið með opna viðtalstíma þar sem öll áhugasöm eru velkomin...
Skagmaðurinn efnilegi, Einar Margeir Ágústsson, keppir á sterku alþjóðlegu sundmóti sem fram fer í Berlín í Þýskalandi dagana 21.-23. október. Mótið er hluti af heimsmótaröðinni, World Cup. Alls eru sex keppendur frá Íslandi á þessu móti – en Skagamaðurinn Eyleifur Jóhannesson er landsliðsþjálfari. Einar Margeir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50...