Í dag var tilkynnt hvaða söfn eru tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2022. Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa saman að Íslensku safnaverðlaununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Byggðasafnið í Görðum á Akranesi fær tilnefningu fyrir nýja grunnsýningu sem opnuð var í maí í...
Íslenska U-16 ára landslið kvenna í knattspyrnu tekur þátt í UEFA Development Tournament mótinu sem fram fer dagana 11.-18. maí í Portúgal. Ísland er þar í riðli með Portúgal, Spáni og Austurríki. Magnús Örn Helgason er landsiðsþjálfari U16 kvenna og leikir Íslands eru eftirfarandi: Portúgal 12. maí.Spánn 14. maí.Austurríki 17. maí. Lilja Björk Unnarsdóttir leikmaður...
Akraneskaupstaður hefur gengið frá ráðningu á leikskólastjóra á Teig – og Vallarseli. Íris Guðrún Sigurðardóttir er nýr leikólastjóri Teigasels og Vilborg Valgeirsdóttir er einnig nýr leikskólastjóri Vallarsels. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar. „Við óskum Írisi og Vilborgu farsældar í starfi og fögnum því að þær vinni áfram með sínu góða samstarfsfólki að...
Kosningar 2022 – Aðsend grein frá Jónínu Margréti Sigmundsdóttur. Samfélag er heild sem samsett er af einstaklingum þar sem hver um sig hefur sitt hlutverk, sínar þarfir, langanir og tækifæri. Samfélag sem ekki stendur vörð um alla er ekki gott, það býr til misrétti, rænir fólk möguleikum og gefur sumum forskot fram yfir aðra. Slíkt...
Karlalið ÍA í knattspyrnu lék æfingaleik í gær á Álftanesvelli gegn Vestra – sem leikur í næst efstu deild. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þekkir vel til Vestraliðsins en hann þjálfaði liðið í fyrra og náði góðum árangri með liðið – sem fór alla leið í undanúrslit Mjólkurbikarkeppni KSÍ eftir sigur gegn Valsmönnum í átta...
Kvennalið ÍA í knattspyrnu er komið áfram í 16-liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni KSÍ eftir stórsigur, 6-1, gegn liði Fjölnis úr Grafarvogi í Akraneshöllinni í gærkvöld. Leikurinn var í 1. umferð keppninnar og eins og áður segir verður ÍA í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum keppninnar. Hin þaulreyndi leikmaður Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði fyrsta...
Akraneskaupstaður skilaði tæplega 580 milljóna kr. rekstrarhagnaði á árinu 2021 en þetta kemur fram í frétt á vef kaupstaðarins. Rekstrarhagnaðurinn var rúmlega 720 milljónum kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skuldaviðmið kaupstaðarins er undir 20% og skuldir við lánastofnanir eru um 920 milljónir kr. Heildartekjur námu rétt um 9,4 milljörðum kr. og voru samtals...
Kosningar 2022 – aðsend grein frá Sigríði Elínu Sigurðardóttur. Við erum virkilega heppin þjóð að búa yfir lýðræði. Því lýðræðið er jú ekki sjálfgefið og því er mikilvægt fyrir alla sem hafa kosningarrétt að nýta þann rétt. Á fjögurra ára fresti gefst okkur tækifæri til að velja hvaða fólk mun stjórnar bæjarfélaginu okkar og finnst...
Dregið var í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag, fimmtudag, 28. apríl. Liðin úr Bestu deildinni voru í hattinum í dag ásamt þei 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð þegar dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram dagana 24.-26. maí. Liðin í pottinum í dag voru:...
Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í verkið „Grundaskóli E-álma – endurbætur“, Eitt tilboð barst í verkefnið og var það tæplega 48 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun eða 56%. Trésmiðja Þráins E Gíslasonar bauð 132,4 milljónir kr. í verkefnið þar sem unnið verður að endurbótum í stjórnendaálmu skólans. Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var 84,7 milljónir kr. Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri...