• Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í dag að Björn Guðmundsson verði varamaður í bæjarstjórn Akraness í stað Ásu Katrínar Bjarnadóttur sem býr erlendis vegna náms. Fram kemur í fundargerð að fyrir rmistök í stjórnsýslunni hafði Margrét Helga Isaksen áður verið samþykk sem varamaður. „Björn var ofar á samþykktum framboðslista Samfylkingarinnar við sveitarstjórnarkosningarnar 2018 vegna...

  • Það var líf og fjör í íþróttahúsinu við Vesturgötu um liðna helgi þar sem að Landsbankamótið í badminton fór fram. Keppendur voru alls 150 og komu þeir frá 9 mismunandi félögum víðsvegar af landinu. Fjölmargir áhorfendur mættu til að fylgjast með efnilegustu leikmönnum landsins. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem að...

  • Tríóið Sírajón sem Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari skipa halda tónleika í þessari viku á Akranesi. Tónleikarnir eru á vegum Listafélagsins Kalman og fara þeir fram fimmtudagskvöldið 10. mars kl. 20 í Vinaminni. Sviðstónlist úr leikhúsinu rammar inn efnisskrá Tríós Sírajóns með mörgum stuttum og hnyttnum þáttum í verkum...

  • Á dögunum hélt drengja-hluti Club71 aðalfund sinn. Club71 er félagsskapur úr árgangi fólks fæddum 1971 á Akranesi og er markmiðið að sameina það að gleðjast og láta gott af sér leiða í leiðinni. Á aðalfundinn að þessu sinni mætti fjölda góðra gesta en boðið var upp á kótlettur í raspi og tilheyrandi meðlæti. Heiðursgestir voru...

  • Karlalið ÍA í knattspyrnu lék gegn liði Fjölnis úr Grafarvogi í Lengjubikarkeppni KSÍ í gær. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni en lið Fjölnis leikur í næst efstu deild Íslandsmótsins. Steinar Þorsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu fyrir ÍA og Gísli Laxdal Unnarson kom Skagaliðinu í 2-0 aðeins fimm mínútum síðar. Baldin Þór Berndsen...

  • Kvennalið ÍA í knattspyrnu vann góðan 3-0 sigur gegn Hamri úr Hveragerði í Lengjubikarkeppni KSÍ 2022. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni en liðin eru í C-deild keppninnar. Erna Björt Elíasdóttir skoraði fyrsta mark ÍA á 12. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Erna Björt bætti við öðru marki á 59. mínútu og þannig var...

  • Íslensk stjórnvöld vinna að undirbúningi móttöku flóttafólks frá Úkraínu á næstu dögum. Akraneskaupstaður sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem að óskað er eftir upplýsingum um mögulegt leiguhúsnæði (íbúðarhúsnæði/herbergi). Þeir sem hafa upplýsingar um laust íbúðahúsnæði í sveitarfélaginu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Akraneskaupstað með því að senda upplýsingar á netfangið [email protected]...

  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu VLFA.Þing Starfsgreinasambands Íslands verður haldið daganna 23. til 25. mars 2022 á Akureyri og á þessu þingi verður m.a. kosið til formanns, varaformanns og í framkvæmdastjórn SGS. Vilhjálmur segir að hópur formanna...

  • Karlalið ÍA í körfuknattleik mætir í kvöld liði Hamars frá Hveragerði á Íslandsmótinu. Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld í íþróttahúsinu við Vesturgötu og er afar mikilvægur í botnbaráttunni í næst efstu deild. ÍA tók sæti Reynis úr Sandgerði í næst efstu deild með stuttum fyrirvara s.l. haust. Liðið er með marga unga og efnilega...

  • Knattspyrnufélag ÍA veitti á dögunum viðurkenningar til fyrrum leikmanna félagsins og stjórnarfólks. Athöfnin fór fram á aðalfundi félagsins. Tveir fyrrum leikmenn fengu Gullmerki KFÍA, Kristín Aðalsteinsdóttir og Benedikt Valtýsson. Alexander Högnason, Margrét Ákadóttir, Steindóra Steinsdóttir og Sævar Freyr Þráinsson fengu öll heiðursmerki félagsins. Hér fyrir neðan er texti frá Knattspyrnufélaginu um þá einstaklinga sem fengu...

Loading...