Það styttist í bæjarstjórnarkosningar fari fram á Akranesi en kosið verður þann 14. maí 2022 eða eftir 100 daga. Framboðslistar hafa ekki verið birtir en það mun gerast á allra næstu vikum. Á undanförnum árum hefur verið hægt að fylgjast með bæjarstjórnarfundum á Akranesi í beinni útsendingu á internetinu (Youtube). Fjölmörg bæjar – og sveitarfélög...
Leikmenn Kára undirbúa sig þessa dagana undir keppnistímabilið á Íslandsmótinu í knattspyrnu, þar sem að liðið leikur í 3. deild. Káramenn eru með leikmenn á öllum aldri – og það sýndi sig í leik liðsins gegn KFR í fotbolti.net mótinu um liðna helgi. Þar léku feðgarnir Garðar Gunnlaugsson og Hektor Gunnlaugsson saman í fyrsta sinn...
Það var mikið fjör í fimleikahúsinu við Vesturgötu í dag á GK mótinu í hópfimleikum sem fram fór í dag. Keppendur úr ÍA náðum flottum árangri og endaði meistaraflokkur FIMÍA í öðru sæti í samanlögðum árangri á eftir Gerplu úr Kópavogi. Keppni heldur áfram á sunnudag þegar 2. flokkur FIMÍA keppir. Hér fyrir neðan má...
Það verður mikið um að vera í nýja fimleikahúsinu við Vesturgötu um helgina. Þar fer fram GK mótið í hópfimleikum og Haustmót FSÍ í stökkfimi. ÍA er að sjálfsögðu með marga keppendur en mótið er fjölmennt og besta fimleikafólk landsins tekur þátt. Fyrsti hluti mótsins hefst kl 11:30 í dag, laugardaginn 5. febrúar þar sem...
Nemendur á haustönn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi voru tæplega 550 og hafa þeir ekki verið fleiri frá árinu 2016. Þetta kemur fram í tölfræði á vef FVA. Að öllu jöfnu eru fleiri nemendur í FVA á haustönn eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Ef litið er til baka til ársins 2012...
Mögnuð samstaða þegar á reynir – skrifar Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi á fésbókarsíðu sína eftir að nemendur skólans gátu komið til baka eftir tveggja vikna heimakennslu. Í pistli sem forsvarsmenn skólans sendu frá er samfélaginu á Akranesi þakkað fyrir að hafa brugðist við með snatri þegar skólastarfið var í uppnámi vegna óvæntra aðstæðna....
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 karla í knattspyrnu, hefur valið 24 leikmenn sem taka þátt í æfingum dagana 14.-16. febrúar. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði. Tveir leikmenn úr röðum ÍA eru í hópnumm Haukur Andri Haraldsson og Logi Mar Hjaltested – en sá síðarnefndi er markvörður. Leikmennirnir 24 koma frá 10 félögum og...
Á Suð-Vesturlandi- og Vestanlands er spáð nokkuð hvössum vindi í fyrramálið, laugardaginn 5. febrúar 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Skafrenningur og staðbundnir hríðarbyljir með slæmu skyggni, einna hættast á Suðurnesjum og austur fyrir fjall frá kl. 6 til 10 í fyrramálið en lagast mikið um hádegi. Síðdegis á morgun...
Þriðjudagurinn 22. febrúar 2022 verður eftirminnilegur hjá mörgum á Akranesi. Þann dag ætla í það minnsta 9 pör að taka þátt í „drop in“ brúðkaupi í Akraneskirkju. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur í Garða – og Saurbæjarprestakalli, segir að hugmyndin hafi kviknað þegar söfnuður í Noregi auglýsti slíkan dag – og viðtökurnar á Akranesi eru góðar. „Við...
Framkvæmdir við kaldan pott við sundlaugina á Jaðarsbökkum hafa enn ekki hafist en verkið var boðið út í október 2020. GS Import bauð í verkefnið á uppsteypu á köldum potti þegar verkefnið var boðið út árið 2020. Tilboð fyrirtækisins var rétt rúmlega 8,7 milljónir kr. Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var rúmlega 6,7 milljónir kr. Skipulags – og...