Eyleifur Ísak Jóhannesson fékk í gær æðsta heiðursmerki danska sundsambandsins. Eyleifur hefur á undanförnum 13 árum náð frábærum árangri sem sundþjálfari hjá Aalborg Svømmeklub þar sem hann hóf störf í ágúst árið 2007. Eyleifur Ísak var í mars s.l. ráðinn sem yfirmaður landsliðsmála hjá Sundsambandi Íslands. Í gær fór fram kveðjuathöfn hjá Aalborg Svømmeklub honum...
Tinna Rós Þorsteinsdóttir, Tinna Royal, er Bæjarlistamaður Akraness 2020. Tilkynnt var um valið þann 17. júní s.l. Tinna er fædd árið 1982 og hefur lengst af verið búsett á Akranesi. Að loknu grunnskólanámi stundaði hún nám við Myndlistaskólann á Akureyri og útskrifaðist úr fornámi skólans árið 2013. Tinna er lífleg, framsækin og skapandi listakona sem...
Karlalið ÍA sigraði Val á útivelli í gær í Pepsi-Max deild karla í knattspyrnu, 4-1. Sigurinn var sannfærandi og er þetta fyrsti sigur ÍA gegn Val frá árinu 2017. Með sigrinum eru Skagamenn í þriðja sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir.
Skagakonan Sara Björk Hauksdóttir stundar nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Að því tilefni verður hún með sýningu sem ber nafnið Vinn, vinn, en sýningin er í Listasal Mosfellsbæjar – sem er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2. Sýningin er opin 12-18 virka daga og 12-16 á laugardögum. Sara Björk er fædd árið 1977...
Kári sótti Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heim í gær þar sem liðin léku á Ólafsfjarðarvelli í 2. deild karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 3-2 sigr KF en Kári komst yfir á 17. mínútu með marki frá Jóni Vilhelm Ákasyni. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Kára. Það gekk mikið á í leiknum þegar um stundarfjórðungur var...
Kvennalið ÍA í knattspyrnu gerði enn eitt jafnteflið í Lengjudeildinni á Íslandsmótinu í næst efstu deild í gær. Haukar og ÍA áttust við á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hrafnhildur Arin Sigfúsdóttir skoraði fyrra mark ÍA á 6. mínútu. Haukar jöfnuðu metin á 23. mínútu og komust yfir á þeirri 63. Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin fyrir...
Írskir dagar voru settir með formlegum hætti í dag í skrúðgarðinum við Suðurgötu. Nemendur frá leikskólum Akranesss voru viðstödd og lék veðrið við gestina eins og sjá má á þessu myndbandi og í myndasyrpunni. Gunni og Felix voru að undirbúa sig fyrir að skemmta gestum þegar Skagafréttir litu þar við rétt fyrir kl. tvö í...
Eins og kom fram í dag á skagafrettir.is var í dag stofnað þróunarfélag á vegum Brims og Akraneskaupstaðar. Markmið félagsins er að vinna að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Í tilkynningu frá Akraneskaupstaðar er sagt frá því að uppbyggingin verði áfangaskipt til langs tíma þar sem lagt verður upp með ferðaþjónustu, heilsu og...
Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um nýtt þróunarfélag á Akranesi. Akraneskaupstaður í samvinnu við Brim höfðu frumkvæði að stofnun þess. Félaginu er ætlað að efla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Fjölmenni var við undirritunina í dag í húsnæð Brims við Bárugötu þar sem áður voru höfuðstöðvar HB&Co á Akranesi. Þar á meðal var...
Það er margt í boði í dagskrá Írskra daga sem fram fara helgina 2.-5. júlí 2020 á Akranesi. Bæjarhátíðin er með breyttu sniði að þessu sinni vegna Covid-19. Hér er dagskráin fyrir föstudaginn 3. júlí. Dagskráin er birt með þeim fyrirvara að vegna aðstæðna gæti þurft að gera breytingar eða í henni kunna að leynast...