Lilja Björk Unnarsdóttir, sem leikið hefur með yngri flokkum ÍA og meistaraflokki kvenna, var á dögunum valin í U-16 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Liðið leikur á Norðurlandamótinu sem fram fer í Noregi í byrjun júlí. Lilja Björk, sem er fædd árið 2006, gekk í raðir Stjörnunnar á dögunum og leikur hún með meistaraflokksliði Álftaness...
Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri í drengjaflokki. Leynir sigraði Golfklúbb Mosfellsbæjar, GM, í úrslitaleiknum sem fram fór í dag á Strandarvelli á Hellu. Frá vinstri: Nói Claxton, Bragi Friðrik Bjarnason, Kári Kristvinsson, Tristan Freyr Traustason, Elsa Maren Steinarsdóttir, Björn Viktor Viktorsson, liðsstjóri. Mynd/golf.is/BEG Leynir sigraði GM í...
Niðurstöður hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulagi á Breið verða kynntar í Hafbjargarhúsinu að Breiðargötu 2C á Akranesi mánudaginn 27. júní. Þar verða niðurstöður dómnefndar kynntar en alls bárust 24 tillögur í þessari keppni sem var öllum opin. Breið þróunarfélag f.h. Brim hf og Akraneskaupsstaður í samstarfi við Arkitektafélag Íslands stóðu saman að þessari hugmyndasamkeppni um skipulag Breiðar...
Íbúafundur um framtíðarsýn á Breiðinni verður haldinn þriðjudaginn 28. júní kl 17:00 í Bíóhöllinni – Vesturgötu 27. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Ávarp bæjarstjóraSævar Freyr Þráinsson Horfum til framtíðar á Breið – hugmyndasamkeppnin – grunnur að uppbygginguGuðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims Tónlistaratriði frá AkranesiTravel tunes fjölskyldanValgerður Jónsdóttir, Þórður Sævarsson og Sylvía Þórðardóttir Ísland verði suðupottur loftslagsverkefna á...
Hilmar Örn Agnarsson er nýr organisti og kórstjóri við Akraneskirkju. Starfið var auglýst laust til umsóknar nýverið og sóttu fjórir um starfið. Sóknarnefnd Akraneskirkju komst að þeirri niðurstöðu að bjóða Hilmari Erni Agnarssyni starfið. Hilmar Örn hefur starfað í afleysingu við Akraneskirkju undanfarið ár. Hilmar Örn er menntaður í Þýskalandi og hefur langa reynslu sem...
Kvennalið ÍA tók í gær á móti liði ÍH í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Fyrir leikinn hafði ÍA leikið tvo leiki – með einn sigur gegn Einherja og eitt tap gegn toppliði Fram. Gestaliðið úr Hafnarfirði byrjaði leikinn betur og Hugrún Elvarsdóttir kom ÍH yfir á 8. mínútu. Það tók leikmenn ÍA um korter...
Hallgrímur Ólafsson eða „Halli Melló“ var í gær útnefndur „Bæjarlistamaður Akraness árið 2022.“ Tilkynnt var um valið í gær á hátíðardagskrá sem fram fór á Akratorgi í tilefni 17. júní – Þjóðhátíðardags Íslendinga. Hér fyrir neðan er texti frá Akraneskaupstað vegna útnefningarinnar. Hallgrímur er fæddur og uppalinn á Akranesi, hann gekk í Grundaskóla á æskuárunum...
Norðurálsmótið í knattspyrnu var sett með formlegum hætti í dag. Um 1200 leikmenn mættu vel stemmdir í skrúðgöngu sem hófst við Stjórnsýsluhúsið við Stillholt. Skrúðgangan endaði við Akraneshöllina þar sem að tekið var vel á móti leikmönnum og fylgdarfólki. Gísli J. Guðmundsson, (Gísli Rakari) var á svæðinu fyrir hönd Skagafrétta og hér er myndband frá...
Norðurálsmótið í knattspyrnu verður sett með formlegum hætti í dag kl. 11 með skrúðgöngu frá Stjórnsýsluhúsinu við Stillholt. Mótið er nú haldið í 37. skipti og hófst keppni í gær þar sem að allra yngstu keppendurnir fengu að spreyta sig. Þar tóku 80 drengjalið þátt og 18 stúlknalið – um 570 keppendur. Í dag hefst...
Karlalið ÍA lék einn sinn besta leik í gær í Bestu deild Íslandsmótsins á þessu tímabili þegar liðið gerði jafntefli í miklum markaleik á heimavelli KR í Vesturbænum. ÍA hafði fyrir leikinn aðeins unnið einn leik í fyrstu átta umferðunum. Eyþór Aron Wöhler kom ÍA yfir á 17. mínútu eftir fína sókn Skagamanna. Ægir Jarl...