Fimm ný Covid-19 smit greindust á Vesturlandi í gær samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum Covid.is. Ekki er búið að birta upplýsingar í hvaða bæjarfélögum nýju smitin komu upp. Á vef Skessuhorns er sagt frá því að tvö af þessum nýju smitum hafi komið upp í Stykkishólmi og annar af þessum tveimur einstaklingur dvelur í einangrun í...
Lögreglan á Vesturlandi var rétt í þessu að birta nýjustu tölur varðandi Covid-19 smit á Vesturlandi. Heildartala þeirra sem eru í sóttkví á Vesturlandi hækkar töluvert en ekkert nýtt smit hefur verið greint frá því á miðvikudag. Á Akranesi eru 2 einstaklingar í einangrun og hefur þeim fækkað um helming frá því á miðvikudag. Í...
Lið Kára gerði góða ferð norður á Dalvík í gær þegar liðið sótti þrjú stig á erfiðum útivelli gegn sameiginlegu liði Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla í knattspyrnu. Aðstæður voru krefjandi á gervigrasvellinum á Dalvík. Kalt í veðri, úrkoma og töluverður vindur. Heimamenn komust yfir með marki á 4. mínútu. Elís Dofri Gylfason jafnaði fyrir...
Íþróttabandalag Akraness vill þakka öllum þeim fjölda sem brást vel við þeirri ósk að láta vita af sér vegna COVID smita sem komu upp í þreksölum á Jaðarsbökkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍA en stefnt er að því að líkamsræktin á Jaðarsbökkum opni á ný mánudaginn 28. september. Það er aðdáunarvert hvað þeir...
Kvennalið ÍA tapaði í gær gegn liði Aftureldingar í Lengjudeildinni í knattspyrnu sem er næst efsta deild. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Aftureldingar en Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði mark ÍA. ÍA er í þriðja neðsta sæti deildarinnar en liðið er með 12 stig eftir 15 umferðir. Á tímabilinu hefur liðið sigrað í tveimur leikjum, gert...
Karlalið ÍA mætir liði Fjölnis í dag í PepsiMax deildinni í knattspyrnu á heimavelli Fjölnis í Grafarvogi. Heil umferð fer fram í deildinni í dag. Leikurinn hefst kl. 16.15 og verður 16. leikur ÍA á tímabilinu. Skagamenn eru í 8. sæti eftir góðan 3-0 sigur gegn liði Gróttu um liðna helgi en ÍA er með...
Smitrakningateymi Almannavarna á Íslandi upplýsti Knattspyrnusamband Íslands nýverið að einn þátttakandi í Hæfileikamótun drengja sem fór fram dagana 19. og 20. september hafi greinst smitaður af Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. Af þeim sökum þurfa aðrir þátttakendur (leikmenn og aðrir) að fara í sóttkví samkvæmt ákvörðun smitrakningateymisins. Allir hlutaðeigandi hafa verið upplýstir...
Drífa Harðardóttir, badmintonkona úr ÍA, fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í tvenndarleik á Íslandsmóti Badmintonsambandsins. Drífa fékk einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik. Drífa hefur náð frábærum árangri á undanförnum árum í badminton en hún varð Heimsmeistari í flokki 40 ára og eldri í tvíliðaleik í ágúst á síðasta ári. Sjá frétt hér fyrir neðan. Mótið fór fram í íþróttahúsinu...
Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraness var samþykkt erindi frá Teiknistofu arkitekta, Árna Ólafssyni, fyrir hönd KFUM og KFUK á Akranesi þar sem óskað var eftir því að tillaga að deiliskipulagi Garðabrautar 1, sem félagið hefur látið vinna, yrði auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Í tillögunni er lagt til að núverandi samkomuhús KFUM og KFUK...
Alls eru fjögur Covid-19 smit til staðar á Akranesi og eru allir einstaklingarnir í einangrun. Á Vesturlandi eru alls 11 Covid-19 smit og þar af 7 í Stykkishólmi. Alls eru 82 í sóttkví á Vesturlandi og þar af 64 á Akranesi. Frá þessu er greint á vef Lögreglunnar á Vesturlandi. Rúmlega 170 einstaklingar frá Akranesi...