Á síðasta fundi bæjarráðs Akraness óskaði Kristjana Helga Ólafsdóttir varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftir lausn frá setu og þeim embættum sem þeirri stöðu fylgja, einnig óskaði Kristjana Helga eftir lausn frá embætti varaformanns stjórnar Höfða. Bæjarstjórn Akraness samþykkti lausnarbeiðni Kristjönu Helgu Nýtt kjörbréf var gefið út til handa varabæjarfulltrúanum Ester Björk Magnúsdóttur af yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar í samræmi...
Aðsend grein frá frá tenglum Alzheimersamtakanna á Akranesi. Áætlað er að allt að 5000 Íslendingar þjáist af heilabilun. Þar af eru um 300 undir 65 ára aldri. Heilabilun getur tekið á sig ýmsar myndir og ekkert er gefið í framvindu sjúkdómsins. Það sem aðstandendur fólks með heilabilun hins vegar nefna oftast og finnst erfiðast er...
Elsa Halldórsdóttir, íbúi á Akranesi, er heldur betur ánægð með ungmennin sem sjá um umhirðu í kirkjugarðinum á Akranesi. Þetta kemur fram í færslu Elsu á fésbókinni. Elsa segir að vinnuflokkurinn sem sér um umhirðu garðsins sé í hæsta gæðaflokki líkt og fyrir ári síðan. „Við eigum frábært ungt fólk og fyrir það ber okkur...
Akranes er fyrsta sveitarfélagið sem býður upp á „Hjóla – og gönguviku“ í verkefninu Hjólafærni á Íslandi. Um er að ræða þróunarverkefni sem fram fer dagana 10.-13. júní. Akranes er fyrsta sveitarfélagið til að taka þátt en verkefnið snertir samgöngur, menningu, heilsu og loftslagsmál. Dagana 10.-13. júní verður fyrsta hjóla- og gönguvika verkefnisins haldið á...
Kvennalið ÍA vann sögulegan 8-0 sigur í 1. umferð Mjólkurbikarkeppni KSÍ í kvöld. Hamar úr Hveragerði var mótherji ÍA og var þetta jafnframt fyrsti opinberi meistaraflokksleikur kvennaliðs Hamars frá upphafi. Á fésbókarsíðu KFÍA er sagt frá því að lið ÍA hafi ráðið ferðinni frá fyrstu mínútu og lið ÍA hefði vel getað skorað mun fleiri...
Knattspyrnufélag Kára á Akranesi komst í gegnum fyrstu umferðina í Mjólkurbikarkeppni KSÍ í dag. Knattspyrnufélag Vesturbæjar var mótherji Kára og var leikið á gervigrasvelli KR í Vesturbænum. Leikurinn var í járnum í 90 mínútur og réðust úrslitin í framlengingu. Þar voru Káramenn sterkari og lönduðu 3-0 sigri. Andri Júlíusson skoraði tvívegis fyrir Kára og Óliver...
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, verður ekki með á öðru móti tímabilsins á stigamótaröð GSÍ. Valdís Þóra hefur glímt við meiðsli í baki í mörg misseri og í samráði við sjúkrateymið sitt ætlar hún að taka sér hvíld um næstu helgi á Golfbúðarmótinu sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja....
Stórar fréttir úr herbúðum Knattspyrnufélagsins Kára berast á hverjum degi þessa dagana. Í gær var greint frá því að Gunnar Einarsson tekur við liðinu sem þjálfari. Og í dag var greint frá því að hinn þaulreyndi framherji Garðar Bergmann Gunnlaugsson hafi gengið í raðir Kára. Garðar, sem er 36 ára, var í herbúðum Vals á...
Knattspyrnufélagið Kári hefur ráðið nýjan þJálfara fyrir liðið sem leikur í þriðju efstu deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Starfið var auglýst á dögunum og sóttu alls átta þjálfarar um starfið. Gunnar Einarsson tekur við liðinu en hann er þaulreyndur leikmaður og lék m.a. sem atvinnumaður í Hollandi og á Englandi. Gunnar hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum...
Það styttist í upphaf Íslandsmótsins í knattspyrnu hjá karla -og kvennaliði ÍA. Leikmenn fá tækifæri til þess að láta ljós sitt skína í glæsilegum keppnisbúningi frá Errea. Ný útgáfa af ÍA búningnum er á leiðinni til landsins. Eins og sjá má eru töluverðar breytingar á búningnum fyrir tímabilið 2020.