Gísli Gíslason, fyrrum bæjarstjóri Akraness, er oddviti Akraneslistans sem birti í dag framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2022. Hlédís Sveinsdóttir, verkefnastjóri og fjölmiðlakona skipar annað sætið og Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er í þriðja sæti listans. Um er að ræða nýtt framboð og mun Akraneslistinn nota listabókstafinn...
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að dælubíll fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar verði keyptur. Öryggistækið mun kosta 92 milljónir kr. sem er 22 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun bæjarins. Ólafur Gíslason & Co var eina fyrirtækið sem lagði inn tilboð í rammaútboði ríkiskaupa sveitarfélaga vegna kaupa á...
Það var mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í dag þegar Tæknimessa FVA fór fram. Markmið Tæknimessu er að kynna það nám sem er í boði í Fjölbrautaskóla Vesturlands á sviði iðn- og verkgreina og þau tækifæri sem bjóðast til atvinnu hjá...
Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 hafa uppsjávarskip landað tæplega 39 þúsund tonnum í Akraneshöfn. Þar að auki hafa rúmlega 2 þúsund tonn af hrognum farið í gegnum vinnslu á Akranesi. Fyrsta löndunin á þessu ári var 11. janúar þegar Venus NS 15 kom með...
Akraneskaupstaður mun ekki fara í sérstakt ráðningarátak hvað varðar sumarafleysingar hjá Akraneskaupstað. Þetta kemur fram í fundargerð frá bæjarráði. Á þeim fundi var greinargerð frá mannauðsstjóra vegna mögulegra sumarafleysinga hjá Akraneskaupstað til umfjöllunar. Í fundargerðinni kemur eftirfarandi fram: „Undanfarin tvö ár hefur ríkið verið með...
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að kaupa hús sem stendur við Aggapall við Langasand. Fram kemur í fundargerð ráðsins að stefnt er að áframhaldandi nýtingu mannvirkisins í þágu starfsemi Akraneskaupstaðar og íþróttahreyfingarinnar en húsið er víkjandi á skipulagi vegna hugmynda um frekari uppbyggingu á Langasandsreitnum. Haraldur...
Bæjarrráð Akraness hefur samþykkt að greiða 500.000 kr. fyrir þátttöku í þáttunum „Að Vestan“ sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni N4. Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi bæjarráðs. Þættirnir „Að Vestan“ hafa notið mikilla vinsælda – en þættirnir eru hugarfóstur Heiðars Mars Björnssonar og...
Tveir ungir leikmenn úr röðum ÍA eru þessa stundina við æfingar hjá danska knattspyrnuliðinu FCK í Kaupmannahöfn. Það eru þeir Haukur Andri Haraldsson og Daniel Ingi Jóhannesson. Haukur Andri er fæddur árið 2005 og Daniel Ingi er fæddur árið 2007 – og eru þeir báðir...
Keppendur úr röðum ÍA náðum frábærum árangri á Íslandsmóti unglinga í badminton sem fram fór um s.l. helgi. Mótið fór fram í aðstöðu TBR í Reykjavík. Leikmenn úr röðum ÍA lönduðu alls 7 Íslandsmeistaratitlum og einum gullverðlaunum í U11 B. Máni Berg Ellertsson varð þrefaldur...
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2022 fór fram á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 23. mars. Skagakonan Bjarnheiður Hallsdóttir, sem hefur gegnt formennsku í samtökunum var endurkjörin sem formaður til næstu tveggja ára. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. Samtökin voru stofnuð...