Akraneskaupstaður er um þessar mundir í stefnumótunarvinnu fyrir sveitarfélagið. Markmiðið er að móta yfirstefnu fyrir næstu 5-10 árin og setja fram metnaðarfulla sýn um árangur og aukna þjónustu til framtíðar samhliða fjárhagslegum markmiðum sveitarfélagsins og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Vinnan felur í sér að draga fram lykil áskoranir og tækifæri, móta...
Í dag fer fram fundur hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þar sem að samskipti verða rauði þráðurinn í umræðunni.Á fundinum mun allt starfsfólk skólans ásamt fulltrúum nemenda fjalla um samskipti – og þann 9. mars verður haldinn svokallaður lýðræðisfundur þar sem vinna fundarins í dag verður kynnt enn frekar. Þetta kemur fram í tilkynningu á...
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA, KFÍA, fer fram mánudaginn 20. febrúar 2023. Félagið hefur birt ársreikning félagsins fyrir árið 2022. Þar kemur fram að umtalsvert tap var á hefðbundinni starfsemi í rekstri félagsins – eða sem nemur 62 milljónum kr. Tekjur af samningum vegna sölu leikmanna gerðu það að verkum að reksturinn skilaði 11 milljóna kr. hagnaði. Tekjur af...
Fjölmennur hópur sundfólks úr röðum Sundfélags Akraness tók þátt á Gullmóti KR sem fram fór um liðna helgi. Alls tóku 32 frá ÍA þátt en mótið hefur verið í dvala undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldurs og var mikil tilhlökkun hjá keppendum að fá tækifæri til þess að taka þátt á ný.Þetta kemur fram í tilkynningu...
ÍA og Sindri frá Höfn í Hornafirði áttust við í kvöld á Íslandsmótinu í körfuknattleik – næst efstu deild í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði liðin á lokaspretti Íslandsmótsins þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í boði. Í stuttu máli þá náðu Skagamenn sér aldrei á strik í þessum leik –...
Fjölmiðlafyrirtækið N4 ehf. sem staðsett er á Akureyri hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá N4 sem er í heild sinni hér fyrir neðan. Hlédís Sveinsdóttir og Heiðar Mar Björnsson hafa á undanförnum árum verið með öfluga umfjöllun um Vesturland í þáttunum Að...
Í Brekkubæjarskóla hafa nemendur í elsta árgangi skólans, 10. bekk, unnið að ýmsum þemaverkefnum í vetur. Nýverið var níundi áratugur síðustu aldar verkefnið í þemavinnunni. Í frétt á heimasíðu Brekkubæjarskóla kemur fram að í þemanámi er tiltekið viðfangsefni skoðað út frá mörgum námsgreinum sem eru samþættar í fjölbreytt verkefni. Í nýjasta þema tíunda bekkjar var níundi áratugur...
„Þetta á eftir að koma sér mjög vel og gefur mér mikinn styrk til þess að klára þetta verkefni. Ég á ævilangan vin í honum Gísla og ykkur öllum fyrir þetta allt saman. Ég get ekki fundið réttu orðin núna,“ sagði Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir í dag við skagafrettir.is þegar greint var frá niðurstöðu í söfnun...
Karlalið ÍA landaði góðum sigri gegn Þór á Akureyri í viðureign þeirra sem fram fór s.l. föstudag í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik. Þar hafði ÍA betur og landaði öruggum 97-67 sigri. Hinn ungi og efnilegi leikmaður ÍA, Þórður Freyr Jónsson, fór á kostum í leiknum og skoraði alls 26 stig, en hann skoraði alls...
Karlalið ÍA tók á móti liði Vestra í gær í Akraneshöllinni í Lengjubikarkeppni KSÍ. Liðin eru bæði í næst efstu deild og var leikurinn fyrsti formlegi mótsleikur ársins hjá báðum liðum. Gestirnir frá Ísafirði voru mun öflugri í fyrri hálfleik og skoraði fyrrum leikmaður ÍA, Benedikt Warén, fyrsta mark leiksins á 13. mínútu fyrir Vestra. Vladimir...