Leikmenn ÍA náðu að landa fimmta sigri tímabilsins í Bestu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla í gær með 3-2 sigri gegn ÍBV. ÍA lyfti sér þar með af botni deildarinnar en þrátt fyrir sigurinn er ÍA enn í fallsæti og FH-ingar geta sent ÍA niður með formlegum hætti í dag með því að...
Karlalið ÍA í körfuknattleik hefur farið vel af stað á keppnistímabilinu á Íslandsmótinu. Á undanförnum árum hefur góður grunnur verið lagður í uppbyggingarstarfi félagsins. Liðið er að stórum hluta skipað ungum og efnilegum leikmönnum úr yngri flokka starfi ÍA. Fjölmargir áhorfendur mættu á leik ÍA gegn Ármanni í kvöld og greinilegt að liðið vekur áhuga...
Á undanförnum árum hefur hið glæsilega hús Kirkjuhvoll við Merkigerði verið nýtt sem gistiheimili. Nýverið var þeirri starfsemi hætt og stendur húsið því autt. Húsið er í eigu Akraneskaupstaðar og hefur Knattspyrnufélag ÍA óskað eftir afnotum af húsinu fyrir íþróttafólk á vegum KFÍA og mögulega annarra íþróttafélaga. Þetta kemur fram í fyrirspurn frá KFÍA sem...
Grundaskóli á Akranesi er heilsueflandi skóli þar er lögð áhersla á að allir nemendur fái góða næringu í skólanum. Í frétt á heimasíðu skólans kemur fram að starfsfólk í mötuneyti skólans hafi unnið markvisst að uppbyggingu á nýjum matarskráningarvef sem nefnist Timian. Á þessum nýja vef er möguleiki á að skoða betur hvað er í...
Ungmennafélagið Skipaskagi verður með æfingar í frjálsum íþróttum á laugardögum í vetur. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og kostar ekkert fyrst um sinn. Fyrsta æfing var laugardaginn 8. október 2022 Æfingatímar: 15 ára og yngri: kl. 10:00 – 10:50 16 ára og eldri: kl. 11:00 – 12:00 Allir velkomnir.
Nýverið var nýtt fulltrúaráð skipað við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hlutverk ráðsins, sem skipað er til fjögurra ára, er að vera skólanefnd til ráðuneytis um þjónustu skólans á Vesturlandi og vera tengiliður á milli skólanefndar og sveitarfélaga sem eiga aðild að skólanum. Fulltrúaráð FVA er skipað fulltrúum þeirra sex sveitarfélaga sem standa að skólanum og...
„Markmiðið með þessu verkefni er að búa til metnaðarfulla stefnu sem ÍA mun vinna eftir á komandi árum. Það er hlutverk okkar í stjórn félagsins að búa til og skapa forsendur þar sem starfsfólk, iðkendur og leikmenn þroskast og þróast við bestu mögulega aðstæður. Vinna KPMG hjálpar okkur hjálpar okkur að forgangsraða þeim verkefnum sem...
Körfuknattleikslið ÍA í karlaflokki hefur einu sinni leikið til úrslita um bikarmeistaratitilinn og það er ljóst að ÍA mun ekki leika til úrslita í byrjun næsta árs eftir 77-63 tap gegn liði Selfoss í 32-liða úrslitum keppninnar í gærkvöld. Skagamenn voru án þriggja lykilmanna í leiknum í gær og meðaldur leikmannahópsins var rétt tæplega 20...
Kristín Þórhallsdóttir, íþróttamaður Akraness undanfarin tvö ár, náði frábærum árangri á Girl Power boðsmótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Frakklandi um s.l. helgi. Alls var 12 keppendum boðið að taka þátt og voru veitt peningaverðlaun fyrir verðlaunasæti. Sterkustu konum franska landsliðsins var boðið að taka þátt, auk 6 keppenda í fremstu röð í Evrópu....
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, fulltrúi Framsóknar og frjálsra í skipulags – og umhverfisráði Akraness, lagði fram hugmyndir um verkefnið „Landsbyggðarstígur“ á fundi ráðsins í lok september. Í kynningu Sædísar kom fram að Framsókn og frjálsir hafi lagt áherslu á verkefnið í kosningunum 2022. Flokkurinn óskar eftir því að skoðaðir verði möguleikar á skipulagi og uppbyggingu Landsbyggðastígs...