Ragnheiður Sigurðardóttir frá Akranesi verður í ítarlegu viðtali í kvöld í sjónvarspþættinum Kveikur á RÚV. Þátturinn hefst kl. 20:05 í kvöld fimmtudaginn 5. nóvember. Þar mun Ragnheiður lýsa því hvernig hún missti heilsuna vegna veikinda sem tengjast myglu í húsnæði á vinnustað hennar. Ragnheiður var við hestaheilsu þar til framkvæmdir hófust við að laga rakaskemmdir...
Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 voru afhentar nýverið en slíkar viðurkenningar eru árlegur viðburður. Einnig eru afhent sérstök samfélagsverðlaun. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar. Sigurður Arnar Sigurðsson og Ásgeir Guðmundur Sigurðsson fengu samfélagsverðlaun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020. Bræðurnir hafa á undanförnum árum verið iðnir við að taka þátt í hreinsun umhverfis í almenningsrýmum bæjarins...
Aðsend grein frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins: Bruninn í Fjöliðjunni á Akranesi í maí á síðasta ári varð öllum íbúum bæjarins mikið áfall ekki síst þeim er þangað sóttu sína vinnu. Þar sem skemmdir af völdum brunans urðu miklar varð strax ljóst að grípa yrði skjótt til bráðabirgðaráðstafana svo tryggja mætti hið gefandi starf er þar fer...
Einar Margeir Ágústsson, íþróttamaður ársins 2023 á Akranesi, er á meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hefst þann 10. desember. HM í 25 metra laug fer fram í Búdapest í Ungverjalandi og eru 190 keppendur alls, og þar af átta keppendur frá Íslandi – og einn frá Sundfélagi Akraness, ÍA. ...
Alls greindust 29 einstaklingar á Íslandi með COVID-19 í gær og þar af voru 21 í sóttkví. Nýgengi smita síðustu fjórtán daga fer lækkandi og er komið niður í 183,5 á hverja hundrað þúsund íbúa. Þessi tala fór hæst í 290,7 þann 17. október. Alls voru 2.178 sýni tekin í gær. Á Vesturlandi fer smitum...
Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar eru veitt ár hvert í tengslum við Vökudaga. Hjónin Margrét Þorvaldsdóttir og Kristján Kristjánsson, sem hafa gefið út Árbók Akurnesinga allt frá árinu 2001, fá verðlaunin í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félagasamtökum sem hafa skarað fram úr á einhverju sviði menningar hér í...
Alls greindust 27 ný Covid-19 smit á Íslandi í gær og þar af voru 11 í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka, það er nú 188,4, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 198. Alls eru 72 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. Frá því...
Yoga Nidra er ævaforn, yfir 4000 ára gömul hugleiðsluaðferð, sem oftast fer fram liggjandi. Þetta er einföld aðferð sem langflestir geta iðkað. Og nýtur mikilla vinsælda í hröðum, vestrænum heimi í dag. Orðið yoga þýðir eining/sameining, allt sem er, eða tenging við sjálfan þig og eða eitthvað æðra en þú sjálf/ur. Orðið Nidra þýðir svefn...
Nýverið samdi Akraneskaupstaður við fyrirtækið E. Sigurðsson ehf. um fullnaðarfrágang innanhús á þjónustumiðstöð að Dalbraut 4. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. Um er að ræða lokafrágang á 1. hæð byggingarinnar. Verkefnið er nú þegar hafið og er áætlað að framkvæmdum ljúki í byrjun júní 2021. Kostnaður við verkið er rétt rúmlega 200 milljónir...
Alls greindust 26 ný Covid-19 smit á landinu í gær. Þar af voru 10 þeirra ekki í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita fer lækkandi og er nú 198 en til samanburðar var þessi tala 202,3 í fyrradag. Alls eru 71 einstaklingur á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. Alls hafa 16 látist af...