Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp mark fyrir Norrköping gegn Elfsborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Ísak tók aukaspyrnu á mjög sérstökum stað þegar Norrköping komst yfir snemma leiks – en markið má sjá hér fyrir neðan. Elfsborg hafði betur í leiknum 2-1 en bæði lið eru í efri hluta deildarinnar. Sigurinn...
Arnór Sigurðsson lét mikið að sér kveða með CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Skagamaðurinn var í byrjunarliði CSKA og lagði hann upp sigurmarkið í 1-0 sigri liðsins gegn Rotor í Volgograd. CSKA er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig eftir 13 umferðir en liðið hefur unnið 9 leiki, tapað 3...
Þrátt fyrir óvenjulega tíma hvað varðar samkomur á Akranesi verður boðið upp á árlegt rithöfundakvöld sem Bókasafn Akraness stendur fyrir. Að þessu sinni verður viðburðurinn sendur út á netinu og hefst útsendingin kl. 20:00. Smelltu hér fyrir útsendinguna sem hefst kl. 20:00 mánudaginn 2. nóvember. Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður Bóksafns Akraness segir að ákveðið hafi verið...
Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þriðja mark Lilleström í 3-0 sigri liðsins gegn Tromsö í dag í norsku 1. deildinni. Þetta var annað mark Tryggva fyrir Lilleström en hann var að leika sinn þriðja leik frá því að hann gekk í raðir norska liðsins frá ÍA. Um var að ræða toppslaginn í næst efstu deild...
Við Langasand á Akranesi er útiljósmyndasýning frá Friðþjófi Helgasyni. Sýningin vekur athygli þeirra sem eiga leið um göngustíginn eins og sjá má þessum myndum sem skagafrettir.is tóku við sýninguna í blíðviðrinu í morgun. Á liðnum árum hefur Friðþjófur Helgason sent frá sér fjórar ljósmyndabækur um Akranes og fólkið á Skaganum. Nú er í undirbúningi fimmta...
Alls greindust 24 Covid-19 smit á landinu í gær og þar af voru 7 ekki í sóttkví. Mun færri sýni voru tekin í gær en undanfarna daga. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú 202,3. Á Vesturlandi eru 26 í einangrun vegna Covid-19 og lækkar sú tala um einn einstakling á milli daga....
Í gær tók Knattspyrnusamband Íslands þá ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótunum og bikarkeppni KSÍ 2020. Er þetta gert í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Lokastaðan í deildunum á Íslandsmótinu er reiknuð út eftir meðalfjölda stiga. ÍA endaði...
Nokkur tilboð hafa borist í eignina við Suðurgötu 108 en húsið er í eigu Akraneskaupstaðar. Skiptar skoðanir eru í bæjarráði um þá ákvörðun að hætta við að rífa húsið og setja það í söluferli. Í deiliskipulagi frá árinu 2017 var veitt heimild til þess að rífa húsið við Suðurgötu 108. Suðurgata 108 hefur verið lengi...
Alls greindust 56 Covid-19 smit á landinu í gær og þar af voru 39 í sóttkví. Á Akranesi greindust fjögur ný smit og 50 einstaklingar fóru í sóttkví. Alls eru 109 í sóttkví á Akranesi. Á Vesturlandi öllu eru 27 í einangrun vegna Covid19 smits og 121 eru í sóttkví á Vesturlandi. Alls eru 979...
Getraunastarf Knattspyrnufélags ÍA hefur verið fastur punktur í tilverunni hjá fjölmörgum Skagamönnum. Tippklúbbur KFÍA hefur brugðist við breyttum aðstæðum vegna Covid-19 lagt áherslu á að nýta tæknina í getraunastarfinu og nýverið var sett af stað getraunaáskorun sem mun verða vikulegur viðburður á keppnistímabilinu. Jón Örn Arnarson og Bryndís Guðjónsdóttir eigast við í þessari umferð. Hér...